Mikil aukning útlána á hljóðbókum - 30% aukning milli ára

Hljóðbækur

Mikil aukning var á síðasta ári í notkun hljóðbóka á Amtsbókasafninu. Aukningin nemur 30 prósentum á milli áranna 2009 og 2010.

Alls lánuðust 3333 hljóðbækur á síðasta ári (yfir 10 á dag). Þar af voru 2872 geisladiskar en 461 snældur.

Þegar nánar er rýnt í tölurnar má reyndar sjá að aukningin er enn meiri í geisladiskum, um 50% en fækkunin er 30% í snældum. Er kasettutæið að deyjka út?
                                                                                          Hljóðbókadeild Amtsbókasafnsins
Amtsbókasafnið kaupir allar íslenskar hljóðbækur sem gefnar eru út. Mörgum þykir úrvalið ekki mikið, en meira er hreinlega ekki gefið út! Vinsældir þeirra verða þó hugsanlega til þess að útgáfan styrkist.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan