Ljóðaþvottur

Ljóðaþvottur í mars
Ljóðaþvottur í mars

Í mars opnum við sýninguna Ljóðaþvottur. Sýningin er hluti af pólsk-íslenska ljóðaverkefninu ORT.

Sýningin er í formi ljóðarka, veggspjalda sem brjóta má saman og sundur. Ljóðarkirnar virka því í raun bæði sem ljóðabækur og ljóðmyndir.

Skáldin eru: Bragi Ólafsson, Ewa Lipska, Jacek Dehnel, Jerzy Jarniewicz, Justyna Bargielska, Julian Tuwim, Óskar Árni Óskarsson, Sjón og Þórarinn Eldjárn.

Ljóð íslensku skáldanna birtast í pólskum þýðingum og ljóð pólsku skáldanna í íslenskum.

Ljóðaverkefnið ORT felur í sér umfangsmikla kynningu á pólskri og íslenskri ljóðlist. Skipuleggjandi er Bókmenntamiðstöð Póllands og verkefnið er styrkt af Þróunarsjóði EFTA. Aðalsamstarfsaðilar á Íslandi eru Miðstöð íslenskra bókmennta, Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO, Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar og Norræna húsið.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan