Vorboðinn ljúfi...

Ljóð eru kjarni lífsins!
Ljóð eru kjarni lífsins!

Amtsbókasafnið og Hof í ritlistarsamstarfi

Amtsbókasafnið og Menningarhúsið Hof vinna saman að dagskrá þar sem fjallað er um ritlist og bókmenntir á einn eða annan hátt.  Markmiðið með samstarfinu er meðal annars að auka sýnileika ritlistar og bókmennta í samfélaginu.

BÓKAHILLAN
Bókahillu hefur verið komið fyrir á veitingastaðnum í Hofi, 1862 Nordic Bistro, og geta gestir og gangandi gluggað í bækurnar í hillunni. Amtsbókasafnið sér um að fylla á hilluna en bókunum er skipt út mánaðarlega og í hverjum mánuði er ákveðið þema.

la primavera

Vorboðinn ljúfi...

Í maí er þemað; Ljóðabækur. Ljóð eru kjarninn í lífinu. Þau gefa okkur upplifanir og skilning sem við hefðum svo gjarnan viljað orða sjálf en finnum hins vegar í orðum ljóðskáldsins. Okkar dýpstu tilfinningar eða skynjanir sem fá okkur til að svífa hærra og lengra en nokkur orð fá lýst – nema í ljóði...

Gleðilegt sumar!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan