Lestur er bestur!

Lestur er bestur!
Lestur er bestur!

Bókasafnsdagurinn verður haldinn hátíðlegur í yfir 100 söfnum víðs vegar um landið þriðjudaginn 17. apríl, 2012. Þetta er í annað sinn sem bókasöfn landsins standa fyrir þessum degi.  Markmiðið með þessum degi er að vekja athygli á mikilvægi bókasafna í landinu og um leið að vera dagur starfsfólks safnanna -

Þema bókasafnsdagsins að þessu sinni er - Lestur er bestur!

Í fyrra var tekinn saman listi yfir 100 bestu íslensku bækurnar sem starfsfólk bókasafna mælir með að allir lesi. Í ár hefur verið tekinn saman listi yfir 100 bestu barnabækurnar að mati bókasafnsfólks. Allt yndilegar bækur sem flestir hafa lesið sjálfir eða fyrir börnin sín. Í tilefni af bókasafnsdeginum og sumardeginum fyrsta höfum við hér á Amtsbókasafninu tekið fram fjöldann allan af bókum sem starfsólkið okkar mælir með að allir lesi í sumar - Sumar þeirra eru af fyrrgreindum listum, aðrar eru gömul eða ný eftirlæti okkar :-)

Við bjóðum þér í heimsókn og ef þú vilt fá mynd af þér með eftirlætis lesefnið þitt eru meiri líkur en minni að við getum uppfyllt þá ósk þína - Hlökkum til að sjá þig!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan