Lestrarhátíð og málþing um barnabókmenntir

Við stofnun Barnabókaseturs í febrúar 2012
Við stofnun Barnabókaseturs í febrúar 2012

Barnabókasetur, rannsóknarsetur um barnabókmenntir og lestur barna, stendur fyrir málþinginu YNDISLESTUR - aðlaðandi aðferðir til að auka áhuga barna á yndislestri.

Málþingið verður föstudaginn 16. nóvember í Háskólanum á Akureyri á Degi íslenskrar tungu  og afmælisdegi hins ástsæla barnabókahöfundar Jóns Sveinssonar, Nonna.

Dagskrá málþings er hér:

Barnabókasetur, rannsóknarsetur um barnabókmenntir og lestur barna, ásamt menningarhúsinu Hofi  bjóða uppá YNDISLESTUR – lokkandi lestur barnabóka fyrir börn á öllum aldri í Hofi laugardaginn 17. nóvember kl 13-16. Barnabókahöfundarnir Kristín Helga Gunnarsdóttir, Brynhildur Þórarinsdóttir, Þorgrímur Þráinsson og Kristjana Friðbjörnsdóttir lesa uppúr nýútkomnum bókum sínum og rifja upp bernskulestur sinn.

Dagskrá lestrarhátiðar er hér:

Bókamessa í Hofi - Eymundsson á Akureyri kynnir og sýnir nýjar og vinsælar barnabækur sem vert er að kíkja á.

Barnabókasetur

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan