Láttu sjá þig á bókasafninu!

Frá sýningu Guðlaugs Arasonar 2013
Frá sýningu Guðlaugs Arasonar 2013

Við bjóðum fjölnota sýningaraðstöðu sem hentar fyrir myndlist, tónlist og viðburði af ýmsu tagi.

Allir geta haldið sýningu á bókasafninu, endurgjaldslaust!


Listafólk á öllum aldri, með skemmtilegar hugmyndir á erindi til okkar og við gerum okkar besta í að finna góða lausn á uppsetningu.

Sem dæmi um sýningar og viðburði sem hér hafa verið má telja nokkra frá síðastliðnu ári:

  • Bókapressa og heilsusamlegar bækur
  • Frönsk sýning um sögustaði og skáld í tengslum við franska kvikmyndadaga
  • Handrit að Skilaboðaskjóðunni sett upp í minningu Þorvalds Þorsteinssonar
  • Þetta vilja börnin sjá – Myndskreytingar úr íslenskum barnabókum
  • Álfabækur Guðlaugs Arasonar slógu í gegn sumarið 2013
  • Listamenn voru lánaðir út í október
  • Síður úr flugdrekabók tóku flugið í nóvember
  • Jólaminningar frá síðustu öld rifjaðar upp í desember

Listinn er ekki tæmandi en gefur ágæta hugmynd um þá möguleika sem eru í boði.

Allar nánari upplýsingar gefur Nanna Lind - nannalind@akureyri.is

Upplýsingar um salinn og fleiri sýningar sem hér hafa verið haldnar má sjá hér:

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan