L7: Hrafnar, sóleyjar og myrra - upplestur höfundar á Amtsbókasafninu á Akureyri

Eyrún Ósk Jónsdóttir
L7: Hrafnar, sóleyjar og myrra
upplestur mánudaginn 13. desember kl. 17:15

Hrafnar, sóleyjar og myrraLára Sjöfn hlakkar ekki til sumarleyfisins en kynnist fyrir tilviljun hópi af stórskemmtilegu fólki sem býr í gömlu húsi við sjóinn. Þegar Lára kemst að því að þessir nýju vinir hennar eiga í höggi við illa gefna smákrimma og slóttugan stjórnmálamann sem svífst einskis til að ná sínu fram opnast henni nýr heimur, fullur af ævintýrum. Hún ákveður að taka málin í sínar hendur og fyrr en varir þarf hún að setja sig í spor spæjara og leikara, brjóta lög og reglur og beita ráðsnilld til þess að bjarga fjölskyldu sinni og vinum frá illri ráðagerð óvinarins.

 Eyrún Ósk Jónsdóttir

L7: Hrafnar, sóleyjar og myrra er bók fyrir börn og unglinga og er þrungin spennu, húmor og bráðskemmtilegum persónum. -- Hér fyrir neðan má svo sjá þrjár stillur úr samnefndri kvikmynd sem verður sýnd í Sambíóunum í febrúar 2011 og höfundur mun eflaust segja áheyrendum meira frá henni!

Eyrún Ósk Jónsdóttir er fædd 21. september 1981. Hún lauk meistaragráðu í fjölmiðlun og þróunarfræðum frá Winchester University á Englandi árið 2007. Hún útskrifaðist með BA-gráðu í evrópskri leiklist og handritagerð frá Rose Bruford College á Englandi árið 2005.

Eyrún á baki feril sem rithöfundur, leikari, leikstjóri og leiklistarkennari. Eyrún hefur skrifað fjölda leikrita sem hafa verið sett upp í leikhúsum hérlendis og erlendis. Hún hefur sent frá sér tvær ljóðabækur.

L7 stilla úr kvikmyndinni

L7 stilla úr kvikmynd

L7 stilla úr kvikmynd

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan