,,Á slóðum vestur Íslendinga í Manitoba“ Kynningarfundur 31. mars

Í vestur...
Í vestur...

Þjóðræknisfélagið og utanríkisráðuneytið munu halda kynningarfund í Amtbókasafninu á Akureyri laugardaginn 31. mars n.k. sem hefst kl. 14.00 og stendur yfir í rúma 2 klst.

Atli Ásmundsson, aðalræðismaður Íslands í Winnipeg, mun á fundinum halda erindi í máli og myndum sem hann kallar Á slóðum Vestur-Íslendinga í Manitoba. Atli hefur kynnst fjölda af áhugaverðu fólki af íslenskum ættum í Manitoba á þeim átta árum sem hann hefur starfað sem aðalræðismaður þar. 

Þá mun Almar Grímsson fv. forseti ÞFÍ kynna starfsemi og hlutverk Þjóðræknisfélagsins. Kvennakór Akureyrar sem áformar söngferð á slóðir Íslendinga í Vesturheimi mun syngja í upphafi fundarins.

Félagsmenn Þjóðræknisfélagsins og allir áhugasamir um tengsl við afkomendur Íslendinga í Kanada eru hvattir til að mæta. Aðgangur er ókeypis.
Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan