Kvikmyndadeild Amtsbókasafnsins

Kvikmyndadeild Amtsbókasafnsins státar af einu fjölbreyttasta úrvali mynddiska safna og leiga á landinu.

Stærsti hluti safnsins eru myndir með ensku tali, en einnig eru til fjölmargar myndir á norsku, þýsku, sænsku, taílensku, spænsku, kóresku, frönsku, ítölsku, japönsku . . . o.s.frv. Fræðslumyndirnar eru líka fjölbreyttar, sem og teiknimyndirnar.

Útlánatími er 2 dagar en fræðslumyndir og sumar sjónvarpsseríur lánast út í 7 daga. Verðflokkarnir eru þrír: 400 kr. (nýjar og nýlegar myndir), 100 kr. (tilboðsmyndir og fræðslumyndir) og 200 kr. allar aðrar myndir.
Stærstur hluti myndanna er með íslenskum texta en í sumum tilfellum hefur ekki verið hægt að fá myndir með íslenskum texta og þá eru þær merktar þannig sérstaklega.

Í stuttu máli: Meiriháttar úrval mynddiska frá tugum landa . . . Í kringum 3500 mynddiskar ... margfaldað með meðallengd ... hmm, já ... það tæki þig um 270 daga að horfa á allt efnið frá okkur. - Best að byrja strax í gær!

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan