Kennsluefni leikskólanna á Amtinu - Sýning frá 1. febrúar

Dagur leikskólans 2011

Ný sýning opnar á Amtsbókasafninu næstkomandi þriðjudag, þann 1. febrúar. Til sýnis verður ýmis konar kennsluefni leikskólanna en allir leikskólar Akureyrar, ásamt leikskólunum Álfaborg á Svalbarðsstönd, Hrafnagilsskóli og leikskóladeild Eyjafjarðarsveitar standa að sýningunni.

Sýningin verður í tilefni af degi leikskólans, sem er 6. febrúar. Þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Þetta er fjórða árið í röð sem leikskólar halda daginn hátíðlegan.

Dagur leikskólans er samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, Mennta-og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla. Tilgangurinn er að auka jákvæða umræðu um leikskólann, vekja umræðu um hlutverk leikskóla og starf leikskólakennara og kynna starfið út á við og gera leikskólann sýnilegri í samfélaginu.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan