Hó hó hó, kæru safngestir! Jólin nálgast, jólatónlistin komin á fullt og við á Amtinu erum alveg í jólagírnum. Jólabækurnar hafa verið að hrúgast inn og þið ættuð endilega að nota frátektarmöguleikana! En við erum líka með jólamyndir og annað efni sem tengist jólunum. Komið og kíkið! Hó hó hó!
Viðburðadagatalið sýnir ykkur líka vel hvað er á dagskrá hjá okkur næstu vikurnar, Fjaka býður upp á yndislegar veitingar og hér verður auðvelt að komast í jólaskap.