Jólaglaðningur Soroptimista - Dugnaðarforkar færa glaðninga upp að dyrum

Soroptimistaklúbbur Akureyrar

hefur um árabil verið í samvinnu við Amtsbókasafnið um að keyra bækur heim til fólks sem af einhverjum ástæðum kemst ekki sjálft á safnið. Frá stofnun Soroptimistaklúbbs Akureyrar árið 1982 hefur samstarfið vaxið og dafnað. Þessar yndislegur konur fóru síðustu heimsendinguna fyrir jól í dag og með þeim var glaðningur en þær gerðu sér lítið fyrir og bökuðu smákökur handa fólkinu sínu.


Alls voru 44 sem fengu sendingu heim í dag, góðar bækur frá Amtsbókasafninu og jólakveðju ásamt smákökum frá Soroptimistaklúbbnum.

Hér ma sjá þær Ragnheiði Stefánsdóttur og Bryndísi Þórhallsdóttur koma á Amtið í dag að sækja pakkana en með þeim er Hólmfríður Andersdóttir sem bæði er félagi í Soroptimistaklúbbnum og starfsmaður Amtsbókasafnsins.Soroptimistar

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan