(English below)
--------------
Íslensk arfleifð í Vesturheimi
Amtsbókasafnið á Akureyri
26. september kl. 17.00
Ritstjórarnir Birna Arnbjörnsdóttir, Höskuldur Þráinsson og Úlfar Bragason kynna bækurnar Sigurtunga: Vestur Íslenskt mál og menning og Icelandic Heritage In North America.
Dagskrá
Birna Arnbjörnsdóttir: „Vestur-Íslendingar og aðrir innflytjendur: Hvað getum við lært af reynslu frænda okkar í Vesturheimi?“
Úlfar Bragason: „Var það rétt hjá fólkinu að flytja sig til Vesturheims?“
Höskuldur Þráinsson: „Vesturíslenska - Hvað vitum við um hana?“
Kristín M. Jóhannsdóttir: „Framtíð íslenskunnar í Vesturheimi.“
Fundarstjóri er Kristín M. Jóhannsdóttir, lektor við HA
Léttar veitingar í boði og allir velkomnir