Hver var heimanfylgja Hallgríms Péturssonar? - kynning og umfjöllun Steinunnar Jóhannesdóttur

Steinunn Jóhannesdóttir á AkureyriSteinunn Jóhannesdóttir rithöfundur kynnir bók sína Heimanfylgju og fjallar um bakgrunn sögunnar og tilurð er tengist Norðurlandi á ýmsa vegu. Hún verður á Amtsbókasafninu á Akureyri, laugardaginn 18. desember kl. 14:00!!!

Heimanfylgja Hallgríms Péturssonar er hverFrásögnin fylgir drengnum Hallgrími Péturssyni frá fæðingu og til þess er hann heldur af landi brott á unglingsárum. Af alúð og hugkvæmni eru stopular heimildir nýttar um sálmaskáldið og þá hörðu öld sem fóstraði hann. Galdrabrenna, eldsumbrot og Tyrkjarán, valdatogstreita höfðingja og barátta almúgans við óblíða náttúru mynda baksvið atburðanna þegar næm barnssálin tekst á við áföll og sviptingar í eigin lífi ? með hjálp einstakrar náðargáfu: skáldskaparins.

Steinunn Jóhannesdóttir hefur rannsakað líf og skáldskap Hallgríms Péturssonar um árabil. Heimanfylgja er önnur skáldsaga hennar; áður hefur hún skrifað um ævintýralegt lífshlaup eiginkonu Hallgríms.

Verið velkomin!

Amtsbókasafnið á Akureyri

Laugardaginn 18. desember kl. 14:00

Steinunn Jóhannesdóttir og Heimanfylgjan

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan