Hvað viltu sjá á heimasíðu Amtsbókasafnsins?

Eins og er, þá er heimasíða Amtsbókasafnsins á Akureyri byggð þannig upp að í miðju er nýjasta fréttin (og fréttalistinn allur fyrir neðan), til hliðar eru svo dálkar með upplýsingum um afgreiðslutíma, þjónustu og aðrar upplýsingar, ásamt tengil á Flickr-síðu bókasafnsins og sýndir eru áhugaverðir tenglar.

Við viljum auðvitað að heimasíðan sé sem mest lifandi, og því væri það frábært að heyra frá ykkur notendunum hvernig þið viljið hafa heimasíðuna.

- Ætti myndskeiðsreiturinn að vera betur nýttur?
- Þurfa að vera fleiri myndir?
- Eru upplýsingarnar nógu aðgengilegar?
... o.s.frv.

Endilega sendið línu á netstjórann (thorsteinn@akureyri.is) og komið með ábendingar.

Bestu þakkir!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan