Hómópatía - ný sýning í anddyri Amtsbókasafnsins á Akureyri

Sýningin sem nú er á 20 spjöldum í anddyri Amtsbókasafnsins á Akureyri dregur upp mynd af helstu þáttum sem einkenna hómópatíu. Hún skýrir meðferðarlögmál og heildarsýn á sjúkdómaferli. Enn fremur kynnir sýningin regluna um að líkt læknast af líku eða eins og það hljóðar á latínu similia similibus curantur sem er kjarni hómópatíu svo og framleiðslu á hómópatískum meðölum gerðum úr efnablöndum unnum úr dýrum, stein- og jurtaefnum.

Sýning þessi rekur ítarlega þróun hómópatíu um allan heim og beinir athyglinni sérílagi að því á hversu mismunandi vegu greinin þróaðist í hinum ýmsu Evrópulöndum allt til vinsælda þeirra sem hún nýtur um þessar mundir, en þær ná til Mið- og Austur Evrópu. Velgengni hómópata í Bandaríkjum Norður Ameríku og móttökur þær sem greinin hlaut um allan heim höfðu mikil áhrif alveg fram til fyrri hluta 20. aldar.

Sýningin gerir einnig  grein  fyrir samtímarannsóknum  á þessu sviði og niðurstöðum rannsókna á sviði heilbrigðisþjónustu. Loks eru ábendingar um hómópatíu og þarfir sjúklinga.

Þess ber að geta að sýningin (spjöldin) er á ensku, en fljótlega verður hægt að fá blöð á íslensku um efni sýningarinnar.

Sýningin stendur til 26. júlí 2010

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan