English below
- - - - - - - - - - -
Bókasafnsgestir hafa verið duglegir að biðja okkur um að halda höfundakvöld fyrir jólin. Við ákváðum að slá til og bjóða höfundum af svæðinu að koma og kynna bækur sínar á síðustu kvöldopnun ársins, fimmtudaginn 12. desember kl 20:00. Hólmkell Hreinsson Amtsbókavörður mun kynna höfundana til leiks sem svo lesa upp úr bókum sínum og/eða kynna þær fyrir viðstöddum. Vöfflugrillið hjá kaffihúsinu Fjaka verður heitt!
Þau sem hafa boðað komu sína eru:
Hrund Hlöðversdóttir
Hlynur Hallson
Logi Óttarsson
Skafti Ingimarsson
Stefán Þór Sæmundsson
Mögulega eiga fleiri eftir að bætast í hópinn!
- - - - - - - - - - -
Library patrons have been asking us to hold an author's evening before Christmas. We decided to take the plunge and invite authors from the area to come and introduce their books at the last evening opening of the year, Thursday, December 12th at 8:00 PM. Hólmkell Hreinsson, Chief Librarian at the Municipal Library, will introduce the authors who will then read from their books and/or introduce them to the audience. The waffle grill at the Fjaka café will be hot!
Those who have announced their arrival are:
Hrund Hlöðversdóttir
Hlynur Hallson
Logi Óttarsson
Skafti Ingimarsson
Stefán Þór Sæmundsson