Hlustarinn eftir Ingibjörgu Hjartardóttur

Ingibjörg Hjartardóttir les upp úr bók sinni, Hlustarinn, á Amtsbókasafninu á Akureyri, fimmtudaginn 18. nóvember 2010, kl. 17:15

Ingibjörg Hjartardóttir er fædd á Tjörn í Svarfaðardal, þar sem hún ólst upp ásamt sex systkinum. Hún er bókasafnsfræðingur að mennt, en Hlustarinn er þriðja skáldsaga hennar. Ingibjörg hefur auk þess skrifað fjölda leikrita (sviðsverk og útvarpsleikrit), ævisögu, ljóð og smásögur.

Hlustarinn eftir Ingibjörgu HjartardótturHlustarinn kom út fyrr á þessu ár í kiljuformi, en er nú endurútgefin í hefðbundnu bókarformi. Bakgrunnur sögunnar er sóttur í þýska landbúnaðarfólkið sem var flutt hingað til lands árið 1949 til þess að vinna á sveitabækjum. Næstum því sextíu árum seinna verður þessi fólksinnflutningur viðfangsefni Helgu sem er að skrifa BA-ritgerð í sagnfræði. Hún fer norður í land til að spjalla við Súlu, sem er ein þeirra fáu eftirlifandi Þjóðverja sem hingað komu. Helga er ekki fyrr komin til hennar þegar skyndilega skellur á aftakaveður og hún verður veðurteppt. Fljótlega vaknar sá grunur að erindi Helgu sé annað en hún segir það vera. Er hún að safna efni í ritgerð eða er ritgerðin yfirskin fyrir komu hennar á bæinn?

Ingibjörg Hjartardóttir
Hlustarinn
Amtsbókasafnið á Akureyri
Fimmtudaginn, 18. nóvember, kl. 17:15

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan