Heimsóknir 4. bekkja á Amtsbókasafnið

Leitið og þér munuð finna...!
Leitið og þér munuð finna...!

Nú er verið að kynna starfsemi Amtsbókasafnsins markvisst fyrir börnum í skólum bæjarins. Fyrsti skólahópurinn kom til okkar úr Oddeyrarskóla og ekki hægt að segja annað en að heimsóknin hafi lukkast mjög vel. Góð mæting bæði barna og foreldra sem nutu þess að fara í skoðunarferð um leynda kima safnsins, leyta svara við spurningum bókavarðarins og velja sér bækur að vild.

4. bekkur Oddeyrarskóla í heimsókn

Hugmyndin á bakvið þessar kynningar snýst um að börnin komi í heimsókn á safnið þrisvar sinnum á skólaskyldualdrinum. Fyrsta heimsóknin er árið sem þau verða sex ára og þá koma þau með leikskólanum sínum. Önnur heimsóknin er þegar börnin eru í 4. bekk og svo sú síðasta veturinn sem þau eru í 9. bekk.

 

Markmiðið með heimsóknunum er:

  • Að börnin kynnist bókasafninu, starfsemi þess og safnkosti.
  • Að börnin átti sig á því hvernig safnkostinum er raðað og hvar þau finna það efni sem hentar þeirra aldri.
  • Að gefa börnunum tækifæri á að uppgötva leyndardómana sem felast í heimi bókanna, með því að vekja forvitni þeirra og athygli.
  • Að börnin öðlist skilning og þekkingu á helstu upplýsingaveitum sem í boði eru í tengslum við bækur og bókasöfn, veitur eins og Gegnir, tímarit.is, hvar.is, auk fjölmargra erlendra veita.
  • Að börnin átti sig á þeim mun sem er á milli almennings- og skólabókasafns og geri sér grein fyrir að almenningsbókasafnið er alltaf aðgengilegt og til stuðnings í lífi og starfi.
Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan