Heimildamynd um sögu Amtsbókasafnsins

Amtsbókasafnið er elsta stofnun Akureyrarbæjar. Það var stofnað 1827 og 200 ára afmæli hennar nálgast óðfluga en bókasafnið okkar á sér merkilega sögu. Það var lengi vel flutt á milli húsa og eitt sinn var það meðal annars í sama húsi og fangelsi á Akureyri. Þá var það einnig í Samkomuhúsinu, leikhúsinu, um tíma.

Hjalti Þór Hreinsson, fjölmiðlafræðingur og starfsmaður Amtsbókasafnsins, hefur gert stutta heimildarmynd um sögu Amtsbókasafnsins. Hún er rúmar 13 mínútur að lengd og hana má sjá hér fyrir neðan. Við hvetjum alla til að kíkja á þessa skemmtilegu mynd um sögu safnsins!


Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan