Heimasíðan amtsbok.is

Amtsbókasafnið hefur verið með heimasíðuna amtsbok.is í langan tíma. Eðlilega hefur útlit síðunnar breyst í gegnum tíðina, en hún er nú undir heimasíðu Akureyrar, þannig að þegar þú slærð inn "amtsbok.is" þá lendirðu á slóðinni www.akureyri.is/amtsbokasafn.

Tilgangurinn með góðri heimasíðu er að ná til lesenda hennar (safngesta og velunnara) með áhugavekjandi hætti. Það er líka ákveðin traustsyfirlýsing hjá stofnunum og fyrirtækjum að hafa almennilega heimasíðu.

Heimasíður veita fyllri upplýsingar heldur en samfélagsmiðlar. Það er því frábært að hafa blöndu af góðum og vinsælum samfélagsmiðlum og virka heimasíðu.

Er þá ekki tilvalið að renna yfir það helsta sem heimasíðan okkar hefur upp á að bjóða?

amtsbok.is
- Blár mjór renningur efst inniheldur símanúmer stofnunarinnar ásamt flýtihnöppum á helstu samfélagsmiðlana okkar (TikTok, Instagram, Facebook og Flickr)
- Hvítur renningur fyrir neðan inniheldur lógó safnsins og þegar smellt er á hann er alltaf farið á forsíðuna. Til hægri má svo sjá flipa/valmyndir sem flestir eru með fellilista. Það má segja að þarna sé ágætis yfirlit yfir starfsemi safnsins í heild: Þjónusta (safnkostur og leitir, útlán, gjaldskrá, lestrarsalur, heimsendingar, skylduskil ... o.s.frv.) - Til útláns (bækur, tímarit, rafræna hillan, kvikmyndir ... ) - Börn og unglingar (barnastarf, ungmennadeild, safnkynning ... ) - Viðburðir (gott dagatal og yfirlit yfir helstu viðburði framundan á safninu) - Hafðu samband (spurðu bókavörðinn, hrís og hrós, tillaga um efniskaup) - Information (upplýsingar um safnið á dönsku, þýsku, ensku, pólsku, rússnesku, sænsku og frönsku) - Klúbbar (borðspil fyrir fullorðna, handavinnuklúbburinn Hnotan, Ritfangar, spilaklúbbur).
- Fín og stór mynd af eða úr safninu, ásamt bláum kassa með upplýsingum um afgreiðslutíma.
- Vinstri hliðin er svo röð af nýlegustu fréttunum okkar (sú nýjasta er alltaf efst).
- Hægri hliðin er mjórri, mætti kalla þetta dálk :-) Þar efst (undir afgreiðslutímanum) er yfirlit yfir fimm næstu viðburði, svo taka við myndir af nýjustu bókunum í útlánum hjá okkur, leitarhnappur fyrir leitir.is, auglýsing fyrir Rafbókasafnið og að lokum nokkrir áhugaverðir punktar. (Ath. póstlistar eru í vinnslu og verða auglýstir ef farið verður af krafti í þá :-) )
- Fóturinn á heimasíðunni inniheldur svo hlekki á sögu Amtsbókasafnsins, safnbúðina okkar, sýningaraðstöðuna, starfsfólkið, hlutverk og stefnu safnsins, algengar spurningar, leiðbeiningar fyrir þá sem vilja gefa bækur, útlánareglur, gjaldskrá og heimilisfang/netfang/síma. (Svo eru flottir flýtihnappar á fyrrnefndar samfélagsmiðlasíður okkar).


Ritstjóri heimasíðunnar væri afar þakklátur fyrir allar ábendingar sem áhugasamir (og allir hinir!) hafa um heimasíðuna og innihald hennar. Nafn hans er Þorsteinn "Doddi" Jónsson og netfangið er doddi@amtsbok.is 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan