Glæpakvissið er í dag!!

Kæru glæpasagnaaðdáendur og safngestir ... við minnum á hið risastóra glæpakviss sem verður haldið á mörgum almenningsbókasöfnum á landinu á sama tíma í dag, kl. 16:30!

Í tilefni af 25 ára afmæli Hins íslenska glæpafélags býður það öllum lesendum glæpasagna að taka þátt í svokölluðu glæpakvissi, æsispennandi spurningakeppni sem samin er af hinum alræmda Ævari Erni Jósepssyni, formanni félagsins. Keppnin verður haldin á mörgum almenningsbókasöfnum samtímis, í aðdraganda Bókasafnsdagsins sem alltaf er fagnað í september en alþjóðlegur dagur læsis er 8. september.

Það er því um að gera að glugga í gamlar jafnt sem nýjar glæpasögur til að rifja upp hin ýmsu plott og hrollvekjandi atburði sem íslenskir höfundar hafa sett saman í bókum sínum, okkur lesendum til ánægju og yndisauka.

Doddi okkar verður í hlutverki glæpakviss-stjóra. Boðið verður upp á léttar veitingar og að sjálfsögðu verða veitt verðlaun fyrir fyrsta sætið.

Verkefnið Glæpafár á Íslandi er styrkt af Bókasafnasjóði.

-------

On the occasion of the 25th anniversary of the Icelandic Crime Society, they invite all crime story readers to take part in the so-called crime quiz, an exciting quiz written by the notorious Ævar Erni Jósepsson, the society's chairman. The competition will be held in many public libraries at the same time.

It is therefore time to look into old as well as new crime stories to recall the plots and creepy events that Icelandic authors have put together in their books, for the pleasure and delight of us readers.

Our Doddi will be in the role of crimequiz boss. Light refreshments will be served and the winner gets a prize!

The project Glæpafár in Iceland is funded by Bókasafnssjóður (Literary Fund)

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan