Gestum fækkaði árið 2010 en útlánum fjölgaði - Lánþegar yfir 11.000

Hér má sjá mynd af Amtsbókasafninu að utanverðu í byrjun desemberGestum á Amtsbókasafninu fækkaði á milli áranna 2009 og 2010. Samtals komu 127.575 gestir á safnið árið 2009 en árið 2010 voru þeir 122.069. Það gerir um 430 gesti á dag fyrir árið 2010 sem er fækkun um 20 manns að meðaltali.

Lánþegum hefur þó fjölgað á árinu, þeir eru nú 11.007 en 1. janúar 2010 voru þeir 10.343. Alltaf eru einhver skírteini sem renna út og því má áætla að um 1000 nýir lánþegar hafi bæst í hópinn á árinu.

Þrátt fyrir fækkun gesta fjölgaði útlánum af safninu. Þannig voru 192.298 bækur og tímarit lánuð út sem er fjölgun frá árinu 2009 um rúmlega eitt prósent.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan