Gerður og Helgi hlutskörpust - Bókmenntaverðlaunin voru afhent í dag

Blóðhófnir - Gerður Kristný

Gerður Kristný og Helgi Hallgrímsson hlutu Bókmenntaverðlaun Íslands í dag. Þau voru afhent á Bessastöðum í 22. skipti. Hvort um sig fær 750 þúsund krónur í sigurlaun.

Gerður hlaut verðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir ljóðabókina Blóðhófnir en Helgi í flokki fræðirita og bóka almenns fyrir Sveppabókin - íslenskir sveppir og sveppafræði.

Blóðhófnir eru til á Amtsbókasafninu en Sveppabókin er væntanleg innan skamms.

Lokadómnefndin var skipuð Salvöru Aradóttur, leikhúsfræðingi, Ingunni Ásdísardóttur bókmenntafræðingi og Þorsteini Gunnarssyni sérfræðingi hjá Rannís.

Eftirtaldar bækur voru tilnefndar:
Í flokki fagurbókmennta:

Bragi Ólafsson: Handritið að kvikmynd Arnar Featherby og Jóns Magnússonar um uppnámið á veitingahúsinu eftir Jenný Alexson. Mál og menning.
Bergsveinn Birgisson: Svar við bréfi Helgu. Bjartur.
Gerður Kristný: Blóðhófnir. Mál og menning.
Sigurður Guðmundsson: Dýrin í Saigon. Mál og menning.
Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir: Mörg eru ljónsins eyru. JPV útgáfa.

Sveppabókin - Helgi HallgrímssonÍ flokki fræðirita og bóka almenns efnis:
Einar Falur Ingólfsson: Sögustaðir - í fótspor W.G. Collingwoods. Crymogea og Þjóðminjasafn Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson: Gunnar Thoroddsen - Ævisaga. JPV útgáfa.
Helgi Hallgrímsson: Sveppabókin - Íslenskir sveppir og sveppafræði. Skrudda.
Margrét Guðmundsdóttir: Saga hjúkrunar á Íslandi á 20. öld. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Sigrún Pálsdóttir: Þóra biskups og raunir íslenskrar embættismannastéttar. JPV útgáfa.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan