Gegnir lokaður 15.-18. ágúst. - vegna uppfærslu á hugbúnaði

Bókasafnskerfið okkar sem heldur utan um útlán og skil á safngögnum verður lokaður frá og með næstkomandi sunnudagskvöldi og verður vonandi kominn í gang aftur á fimmtudagsmorguninn 18. ágúst.  Ástæða lokunarinnar er sú að komið er að uppfærslu á kerfinu í útgáfu 20.
Við munum áfram lána út safngögn, en þau útlán verða bara vistuð í vélunum hjá okkur þar til að kerfið verður virkt aftur, þannig að ekki er hægt að sjá útlánin á netinu fyrr en á fimmtudag.  Við getum hinsvegar ekki skilað í kerfinu fyrr en það opnar og þess vegna fara þau gögn sem skilað er ekki í útlán þessa þrjá daga.

Ekki verður hægt að nota sjálfsafgreiðsluvélarnar og það verður ekki hægt að fara á Gegni á netinu.

Í stuttu máli:

Það er hægt að fá lánað og skila.
Það falla engar sektir á safngögn meðan kerfið er lokað.
Það eina sem er öðruvísi en venjulega er að þau safngögn sem skilað er fara ekki í útlán aftur fyrr en á fimmtudag.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan