Fyrirlestur um Ólöfu frá Hlöðum

Ólöf frá Hlöðum
Ólöf frá Hlöðum

"Dýpsta sæla og sorgin þunga"

Um ævi og verk Ólafar Sigurðardóttur frá Hlöðum (1857-1933) Ólöf  Sigurðardóttir sem kenndi sig við Hlaðir í Eyjafirði, þar sem hún átti heima um rúmlega þrjátíu ára skeið, er eitt sérstæðasta skáld íslenskt frá síðari hluta nítjándu aldar og fyrri hluta þeirra tuttugustu.  Eftir hana liggur mikið safn verka, jafnt birtra sem óbirtra. Í lifanda lífi komu út eftir hana tvær ljóðabækur, báðar með titlinum Nokkur smákvæði, sú fyrri 1888 og sú síðari 1913. Ritsafn með úrvali úr þessum bókum ásamt nokkrum ljóðum úr handritum og smásögum sem birst höfðu í tímaritum var gefið út af Jóni Auðuns 1945.Nú er í undirbúningi nýtt ritsafn með verkum hennar  í umsjón Helgu Kress, og kemur það út hjá Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands í ritröðinni Íslensk rit. Í fyrirlestrinum sem fluttur verður með myndum á skjávarpa  verður athygli einkum beint að sjálfsævisögulegum ljóðum Ólafar, bréfaskiptum hennar við skáld og fræðimenn, ferli hennar sem konu og skálds og stöðu í íslenskri bókmenntasögu.

Auglýsing um fyrirlestur um Ólöfu frá Hlöðum

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan