Kæru vísindaelskandi safngestir! Vísindasmiðjurnar hennar Audrey hafa slegið heldur betur í gegn og er fullt á þær allar fram í janúar.
- - - -
Frá september fram í janúar ætlar Audrey Louise Matthews lektor við Háskólann á Akureyri að halda vísindasmiðjur fyrir börn á aldrinum 8-12 ára einn laugardag í mánuði. Mismunandi þema er í hverri smiðju. Audrey er einstaklega skemmtileg og fróð um fjölbreytta kima vísindanna. Hún er enskumælandi svo smiðjurnar fara að mestu fram á ensku. Þátttaka er ókeypis.
Verkefnið er styrkt af Barnamenningarsjóði Íslands.
Einungis 10 börn komast á hverja smiðju.