Frábærum Potterdeginum mikla lokið - takk fyrir komuna!

Kæru safngestir! Við viljum þakka öllum þeim sem náðu að gera Potterdaginn mikla 2024 svo eftirminnilegan. Um 800 gestir mættu og starfsmenn voru eilítið færri. Töfrarnir flæddu yfir safnið og gleðin var sönn og mikil!

Fyrstu þrjár kvikmyndirnar um Harry voru sýndar með íslensku tali í kjallaranum og þar var gaman!

Litadýrðin og teiknihæfileikarnir voru fjölbreyttir og margir í barnadeildinni.

Ratleikurinn vakti mikla lukku og hlutu þátttakendur fjölbragðabaunir fyrir að ljúka þátttökunni. Útbúin voru um 500 umslög með baunum!

Sokkaleikurinn vakti athygli. Þar átti að giska á fjölda sokka í stórri krukku og heyrðu starfsmenn frá þátttakendum (þegar verið var að ræða um það svona sín á milli!) að þetta hlytu að vera á milli 15-500 sokkar! Farið verður yfir svörin á morgun!

Svo var mikið að gera í sprotagerðinni og hugmyndaauðgi krakkanna var ótrúleg!

Glatt á hjalla og takk aftur fyrir komuna!!!

Kona við afgreiðsluborð að hjálpa krakka í þrautagerð

 

Mynd af fólki (krökkum aðallega) sitjandi við borð í sal að föndra

 

Þrjár konur klæddar sem nornir, pósandi fyrir myndatöku og í bakgrunni er brautarpallur 9 3/4 úr Harry Potter sögunum

 

Vinsældir Harry Potters virðast ekkert fara minnkandi. Bækurnar lánast út á fullu, HP-spilin líka og auðvitað kvikmyndirnar. Svo vel heppnaðist dagurinn hjá okkur, að mbl.is hafði samband við Dagnýju Davíðsdóttur verkefnastjórann okkar og hlekkurinn á þá frétt er hér fyrir neðan!

Frétt mbl.is um daginn!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan