Frá Lindgren til Läckberg – Sænskir höfundar sem litað hafa líf okkar

Sænskir dagar á Amtsbókasafninu
Sænskir dagar á Amtsbókasafninu

Frá Lindgren til Läckberg – Sænskir höfundar sem litað hafa líf okkar.

Við þekkjum Einar Áskel og Línu langsokk, Joona Linna og Rebecku Martinsson, Martin Beck og Lisbeth Salander, Kurt Wallander og Sögu Norén og svo mætti lengi telja.


Allar þessar persónur og fleiri til fæddust í Svíþjóð og eiga sinn stað í hugum okkar flestra. Eins og góðum sögupersónum sæmir standa þær okkur ljóslifandi fyrir hugskotssjónum og okkur finnst við þekkja þær persónulega.

Best af öllu er að við getum rifjað upp kynni okkar við þær hvenær sem er því að allar eru þær aðgengilegar í máli og/eða myndum hér á Amtsbókasafninu á Akureyri.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan