Föstudagsþraut/Einar Áskell - svör

Góðan daginn og velkomin til starfa aftur, kæru safngestir! Hér eru rétt svör við þrautinni frá því á föstudag.

1. Hvað heitir leynivinur Einars Áskels?
- Mangi.

2. Hvaða ár kom fyrsta bókin um Einar Áskel út á íslensku?
- Árið 1980.

3. Höfundurinn er auðvitað Gunilla Bergström en hver gerði myndirnar í bókunum um Einar Áskel?
- Það er hún Gunilla sjálf!

4. Hvað heitir vinur Einars Áskels sem er svo góður í fótbolta?
- Hamdi.

5. Hvernig er þyrlan góða á litinn?
- Gul.

6. Hvað líkar pabba Einars Áskels best að gera?
- Honum líkar best að horfa á sjónvarpið og lesa dagblaðið.

7. Hver býður Einari Áskeli alltaf upp á snúða og kex þegar hann kemur í heimsókn?
- Amma hans.

8. Af hverju fékk pabbinn ekki að sitja við hlið Einars Áskels í strætó eitt sinn þegar þeir fóru heim?
- Því Einar sagði: „Þetta er sætið hans Manga.“

9. Hvað heitir Einar Áskell á sænsku?
- Alfons Åberg.

10. Hversu lengi verður sýningin um Einar Áskel á Amtsbókasafninu á Akureyri?
- Til og með 18. júlí skv. áætlun!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan