Föstudagsþraut : rétt útgáfuröð!

Titlarnir eru hér í stafrófsröð. Ýttu á myndina og hún stækkar. Í hvaða röð komu bækurnar út???
Titlarnir eru hér í stafrófsröð. Ýttu á myndina og hún stækkar. Í hvaða röð komu bækurnar út???

Fössarinn er langt kominn og stuðið fyrir helginni mikið. Hér höfum við tíu bækur og þrautin er einföld: það á að raða þeim í rétta útgáfuröð.

Það er að segja, sú bók sem gefin var út fyrst er númer eitt og sú sem var gefin út síðast er númer tíu. Lausnin verður birt í næstu viku.

Heimsmetið í lausn á þessari þraut er ekki vitað. Sögur segja að munkur í Tíbet hafi átt það en hann dó við tedrykkju í nunnuklaustri. Mystería sem aldrei var ráðin. En Íslandsmetið er 27 sekúndur. Sigurður Helgi Árnason er handhafi þess.

Eigið yndislegan föstudag og frábæra helgi. Munið að það er opið á laugardögum, 11:00-16:00!

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan