Föstudagsþraut 2024 nr. 49 - Jólapeysudagur og sjö breytingar!

Kæru safngestir. Þegar þetta er skrifað eru fjórir dagar til jóla og vonandi munuð þið öll eiga þau gleðileg. Í tilefni þess að jólapeysudagur starfsfólksins á Brekkugötu 17 var haldinn í gær, þá tileinkum við þraut vikunnar þann dag.

Að þessu sinni eru breytingarnar sjö talsins og það getur oft verið gott að hafa stækkunargler nálægt.

Rétt svör koma á Þorláksmessudag og við bendum á að þá er opið hér kl. 8:15-19. Svo verður lokað 24.-26. desember.

Hafið það yndislegt og góða helgi!

 

Mynd af starfsfólki Amtsbókasafnsins í jólapeysum

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan