(svar fyrir neðan) Hó hó hó kæru safngestir og þrautaglaða fólk! Við höldum áfram að hafa föstudagsþrautirnar tengdar jólunum og í þetta sinn tókum við mynd af jólamyndahillunni á 1. hæð! Það er svo gaman að horfa á svona skemmtilegar myndir!
Það bætist alltaf í jólastemmninguna hjá okkur á Amtinu og þið ættuð að vera dugleg að fylgjast með viðburðadagatalinu okkar. Svo má minnast á að stórar breytingar - mjög stórar - eru fyrirhugaðar á heimasíðunni bráðlega. Spennt? Auðvitað.
En þangað til það gerist, þá er hér 47. föstudagsþraut ársins. Gjörið svo vel og góða helgi!
Rétt svör sem fyrr birtast eftir helgi!
(p.s. það er gott að stækka myndirnar)
Rétt svar: