Föstudagsþraut 2024 nr. 46 - Jólasögustund og sjö breytingar!

Jólalegu safngestir! Við erum pikkföst í jólagírnum og notuð föstudagsþrautina að þessu sinni til að auglýsa hina stórkostlegu jólasögustund hjá okkur! Hún verður 5. desember og því nógur tími til stefnu, en vitiði hvað?? Það eru sjö breytingar að þessu sinni!

Og hvað þýðir það? Jú, venjulega eru þær fimm en (sjö mínus fimm =) tveimur fleiri núna. Sjö er líka svo flott tala! Kannski við höfum þessar þrautir alltaf með sjö breytingum á næsta ári? Annars væri ákaflega gaman að heyra í ykkur hljóðið hvað varðar efnistökin í þrautunum. Viljið þið sjá fleiri? Þær örfáu þrautir sem eftir eru á þessu ári verða fjölbreyttar ... og búið ykkur undir skemmtilegt stafarugl bráðlega.

Sjö breytingar! Svör birtast eftir helgina og takið einnig daginn frá: 5. desember!! (bók lesin, jólalitir og -föndur, jólasveinninn kemur, piparkökur og safi ... og komið endilega með jólahúfu). Viðburðadagatalið er æði!

Góða helgi! Hó hó hó!

 

Auglýsing fyrir jólasögustund á Amtsbókasafninu á Akureyri

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan