(svar) Kæru safngestir og þrautaelskendur! Hér er hún komin, fertugasta getraun ársins! Vú hú! Fimm bókakápur sem eru af glænýjum bókum!
Og hvað eigið þið að gera? Jú ... tengja kápurnar við höfundana og finna svo eina vitleysu í titlinum! Og auðvitað hafa höfundanöfnin verið strokuð út! :-)
Bókakápurnar:
a b c d e
Höfundarnir:
1 2 3 4 5
Sem sagt ... tengið bókakápu við réttan höfund (til dæmis a1, b2, c3, d4, e5...) og finnið villurnar í titlunum. Létt og skemmtilegt vonandi.
Allir í stuði!
Vú hú aftur og rétt svör birtast eftir helgi! (munið að við erum með opið á laugardögum kl. 11-16 í vetur)
Góða helgi!
Rétt svör:
Besti vinur aðal (ekki "vitur) er eftir Björn Þorláksson = a5
Kona á buxum (ekki "Koná") er eftir Auði Styrkársdóttur = b1
Þegar sannleikurinn sefur (ekki "sannleikarinn") er eftir Nönnu Rögnvaldardóttur = c4
Þjóðin og valdið (ekki "Ljóðin og valdið") er eftir Ólaf Ragnar Grímsson = d3
Jarðljós (ekki "Jarðljór") er eftir Gerði Kristný = e2