(svarmynd komin!) Kæru skoðanakönnunar-dýrkandi safngestir! Um leið og við þökkum fyrir góð viðbrögð við skoðanakönnuninni okkar (í gangi út janúar), þá bendum við á að föstudagurinn er mættur og svæðið við spjaldskrárskápinn býður upp á fimm breytingar!
Við erum nokkur hérna af starfsfólkinu sem lærðum bókasafnsfræðina þar sem þurfti að notast við þessar spjaldskrár og það er alltaf gaman að hugsa til þess hvernig aðstæður voru fyrir ekki alltof löngu síðan. Til dæmis að fletta upp í spjaldskrám vs. að leita rafrænt í tölvu, að fara með krökkunum í hverfinu í Eina krónu eða Fallna spýtu vs. að spila við vinina í Roblox eða einhverju álíka ... án þess að hittast. Sinclair Spectrum vs. Playstation 5. Tímarnir breytast og við með - og bókasafnið líka.
Skiltin litlu á myndinni eru líka skemmtileg áminning um eldri tíma. Þetta er ekki nostalgía heldur bara ... pæling.
Alla vega, á myndinni eru fimm breytingar og þið eigið að uppgötva þær. Rétt svar kemur eftir helgi!
Það er opið á laugardögum 11-16 - við sjáumst í góðu skapi á safninu!
Lausn: