(svar) Föstudagsþraut 2024 nr. 27 - Afgreiðslan og fimm breytingar!

Sem betur fer gekk allt vel á safninu undir vökulum augum Aiju og Dóru, meðan kerfið lá niðri. En nú…
Sem betur fer gekk allt vel á safninu undir vökulum augum Aiju og Dóru, meðan kerfið lá niðri. En nú er það komið í lag og hér eru komnar fimm breytingar á myndinni fyrir neðan.

(svar) Kæru þrautaelskandi og þolinmóðu safngestir! Kerfið okkar er komið í lag og við gleðjumst öll! Í tilefni af deginum - föstudeginum 19. júlí - þá kemur hér föstudagsþraut og sem fyrr á að finna fimm breytingar á milli mynda. Mynd þessi er tekin með kerfið lá niðri ... en samt brosum við allan hringinn!

Þetta er einfalt, þið kunnið þetta og hafið vonandi eitthvert gaman af þessu! Vú hú og helgin að koma. Rétt svar eftir helgi!

Eigið hana góða!

Mynd tekin úr afgreiðslu Amtsbókasafnsins á Akureyri, tvær starfskonur á bak við afgreiðsluborð sem inniheldur tölvur og tölvuskjái og hillur sjást í bakgrunni líka

 

Rétt svar:

Afgreiðsluborð með tveimur starfsmönnum, tölvum og bókahillum bak við

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan