(svar) Kæru safngestir og bókaunnendur! Nú er föstudagur runninn upp og þrautin mætt á staðinn! Við tengjum hana að þessu sinni við Mennska bókasafnið, sem haldið verður laugardaginn 11. maí frá 13-16, hér á Amtsbókasafninu. Módelin á myndinni eru starfsmennirnir frá því síðast: Dagný, Hrönn, Aija og Þura.
Það eru sjö breytingar í gangi hér og fyrir neðan getið þið séð meira um Mennska bókasafnið. Endilega kynnið ykkur þetta betur og mætið og fáið þessar mennsku bækur lánaðar.
Rétt svör verða svo birt eftir helgi!
Rétt svar:
- - -
Það er ómetanlegt að geta miðlað mismunandi reynsluheimum í formi samtals.
Þann 11. maí næstkomandi ætlum við að halda viðburð á Amtsbókasafninu þar sem lánaðar verða út Mennskar bækur.
Á hinu Mennska bókasafni gefst tækifæri til þess að spjalla í um hálftíma við einstaklinga sem standa frammi fyrir ólíkum og mögulega mjög framandi áskorunum og heyra þeirra hlið í þeirra eigin orðum.
Fyrsta Mennska bókasafnið opnaði í Danmörku árið 2000 og síðan þá hafa viðburðir á vegum þeirra farið fram í 85 löndum.
Dæmi um bókatitla sem hafa verið á viðburðum úti í heimi eru til dæmis:
ADHD, Óvirkur alkóhólisti, Kulnun, Innflytjandi.
Viltu komast að því hvaða mennsku bækur verða í boði?
Kíktu á Amtsbókasafnið á bilinu 13:00-16:00 laugardaginn 11. maí!
Þar verðum við með bókalista í anddyrinu og þið getið tekið frá þá titla sem þið eruð spenntust fyrir ef þeir eru þegar í útláni þegar þið komið.
Fyrstir koma, fyrstir fá
Enginn aðgangseyrir!
Mennska bókasafnið er styrkt af sóknaráætlun SSNE
- - - - - - - - - - - - - -
Human Library
Saturday May 11th Human Library is hosting an event at the Municipal Library of Akureyri from 1pm to 4pm
You can come by to borrow an open Book for a conversation about prejudices and diversity. The concept is simple; you show up at the library where you receive guidance from the librarians on the topics available for lending. Once you have chosen which open Book you would like to talk to, you can sit and have an open conversation for half an hour where every question on the topic is welcome.
The Human Library was created in Copenhagen in the spring of 2000 and since then they have hosted or been involved in activities in 85 countries.
There you get an opportunity to chat with individuals to hear their stories in their own words.
Here are some examples of Human Books that have been available in Human Library events around the world:
ADHD, AA, Burnout, Immigrant.
Are you curious to know what books will be available?
Join us at the Municipal Library of Akureyri
from 1-4 PM Saturday May 11th!
We will have a list of books available in the foyer and you can reserve the title you are most curious about if someone has already borrowed it.
Books are available on a first come, first served basis.
Free entry!
The Human Library is supported by SSNE - Northeast Iceland Development Fund