Kæru safngestir! Nú er fyrsti desember og það er komið að þrautinni góðu. Hún er að þessu sinni tengd amtsbókaverði einum sem skrifaði eitthvað um fjaðrir en þær voru ekki stýfðar (Guðrún frá Lundi sá um það). Auðvitað er þetta þjóðskáldið Davíð Stefánsson frá Fagraskógi og brjóstmynd af honum er í norðurenda 2. hæðar bókasafnsins. Þaðan er þessi mynd tekin.
Og þið eigið að finna fimm breytingar - eins og áður.
(Þið megið endilega áframsenda hlekkinn á þessa þraut til vina og vandamanna!)
Við minnum líka á samverudagatalið sem hún Eydís okkar gerði og prentaða útgáfu af því má nálgast á safninu. Einnig er hún til á rafrænu formi hér á vefsíðunni og á samfélagsmiðlunum okkar.
Munið laugardagsopnunina (11-16) og svo lengri opnunartími á þriðjudögum og fimmtudögum (8:15-22:00).
Góða helgi!