Kæru óheppnu-föstudagurinn13-svarturkötturundirstiga-elskandi safngestir! Föstudagurinn þrettándi er mættur og því er þrautin tengd hrollvekjum!
Einhverjar af þessum fígúrum eru til hjá okkur í mynddiskadeildinni og það er mjög vinsælt hjá mörgum að horfa á hrollvekjur (hryllingsmyndir) á þessum ákveðna degi. Því miður eigum við ekki myndirnar um ævintýri Jasons í Friday the 13th-seríunni, en aðrar verur taka upp hanskann og úrvalið er fínt!
Rétt svör koma auðvitað eftir helgi en þið munið vonandi alltaf að við höfum opið á laugardögum í vetur frá 11-16.
Næsta vika verður aðeins styttri en venjulega, en við auglýsum það betur eftir helgi.
Eigið góða helgi og farið varlega í hálkunni ... sérstaklega í dag, því það er
FÖSTUDAGURINN ÞRETTÁNDI!!