Föstudagsþraut 2023 nr. 30 - Hver er höfundurinn? (svör komin)

(Svör neðst!) Kæru safngestir og þrautaelskandi fólk! Enn einn föstudagurinn runninn upp og viti menn ... þrítugasta þraut ársins!

Þessi þraut var sótt í ástralskar hillur hjá grískum heimspekingi í Danmörku sem borðaði franskar... eða bara: Viltu vinsamlegast para saman höfundana við bókatitlana.

Titlarnir sem sjást hér að neðan eru merktir með tölustöfum, höfundarnir (sem hafa verið skyggðir á bókakápunum) eru merktir með bókstöfum.

Hvar passar nr. 1? Við a, b, c, d, e, f... o.s.frv.

Rétt svör koma svo eftir helgina og hér ríkir mikil vissa um að þið náið 100% árangri.

Vonandi verður helgin ykkur góð. Á morgun verður fyrsta vísindasmiðja vetrarins (13-15) og opið milli 11-16.

Var það ekki örugglega alveg ljóst
að vetrartíminn hjá okkur er hafinn?
(8:15-19:00 alla virka daga, sjálfs-
afgreiðsla milli 8:15-10:00. Og svo
er opið á laugardögum 11:00-16:00)

1. Smáralindarmóri a. Heli Nikula
2. Kletturinn b. Sverrir Norland
3. Íslensk myndlist og fólkið sem ruddi brautina c. Jojo Moyes
4. Ullaræði d. Amos Tutuola
5. Lífið er kynlíf e. Tom Sharpe
6. Í hennar skóm f. Brynhildur Þórarinsdóttir
7. Friðarsafnið g. Áslaug Kristjánsdóttir
8. Bókafárið mikla h. Lilja Magnúsdóttir
9. Pálmavínsdrykkjumaðurinn i. Iðunn Steinsdóttir
10. Handan blárra fjalla j. Margrét Tryggvadóttir

 

Mynd af tíu bókakápum

.

.

.

Svör: 1f, 2b, 3j, 4a, 5g, 6c, 7h, 8e, 9d, 10i

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan