Svör komin! -- Kæru og æðislegu safngestir. Vetrarstarfið hjá okkur er að byrja með látum og svo mikið gaman. Hér er því ein fislétt getraun fyrir ykkur!
Hér koma 10 spurningar sem tengjast Amtsbókasafninu í gegnum safnkost, húsnæði eða starfsmenn:
1. Náhvít jörð er bók sem er meðal vinsælustu bókanna hjá okkur á síðasta ári. Hver er höfundurinn? (Lilja Sigurðardóttir)
2. Hver leikur Ben Solo (Kylo Ren) í nokkrum Stjörnustríðsmyndum? (Adam Driver)
3. Er hægt að fá lautarkörfur lánaðar hjá okkur? (Já, auðvitað!)
4. Hvaða bæjarlistamaður Akureyrar hefur unnið á Amtsbókasafninu? (Sesselía Ólafsdóttir - Sessý)
5. Hvað heitir kastalinn sem skreytir einn gluggann á 1. hæðinni hjá okkur? (Hogwarts!)
6. Eftir hvern er listaverkið sem hangir fyrir ofan sjálfsafgreiðsluvélina gegnt afgreiðslunni? (Gulla - Guðlaug Arason)
7. Hvenær byrjar vetrarafgreiðslutíminn svokallaði hjá okkur? (16. september)
8. Og hver er þá helsta breytingin? (Þá verður opið á laugardögum 11:00-16:00)
9. Hvað heitir deildarstjóri útlánadeildarinnar? (Guðrún Kristín Jónsdóttir)
10. Hver er höfundur bókanna um Katniss Everdeen? (Suzanne Collins)