Kæru þyrluleikandi safngestir! Um leið og við minnum ykkur á hina vinsælu þyrlu Einars Áskels, þá er hér nýjasta föstudagsþrautin komin. Auðvitað tengd þyrlunni!
Við höfum gert þetta áður og ekkert flókið. Reyndar frekar einfalt, ekki satt? Fimm breytingar er að finna á neðri myndinni og þið eigið að finna þær. Svo koma rétt svör eftir helgi! Vú hú!
- Var Marteinn eða fleiri?
- Lafði Kamilla eða hékk hún?
- Margrét og hló!
Bara svona eldgamlir fimmaurar inn í helgina.
Eigið hana góða!