Föstudagsþraut 2023 nr. 25 - 7 villur

Kæru helgarelskandi safngestir. Það er komið að því ... helgin er að koma og föstudagsþrautin líka.

Hún er nokkuð einföld og vonandi skemmtileg. Hér fyrir neðan er örlítill texti sem inniheldur sjö augljósar villur og þið eigið að finna út hverjar þær eru. Það er hægt með því að leita um hér á síðunni eða gúggla ... en svo er líka skemmtilegt að athuga hvort innsæið sé ekki bara frábært og þið finnið út úr þessu án allra flettinga eða með því að hringja í vin?

Hvort heldur sem er, þá vonum við að helgin verði frábær. Við sjáumst svo hress kl. 8:15 á mánudagsmorgun! Eigið hana góða!

- - - -

Amtsbókasafnið á Akureyri

Hólmkell Hreinsson, amtsbókavörður, fór af hjólinu sínu og rölti inn í bygginguna. Þarna voru einhverjir starfsmenn komnir og „Góðan daginn!“ fór að heyrast út um allt safn. Þetta safn sem hafði verið stofnað árið 1828 og meðal annars stórskáld á borð við Davíð Stefánsson frá Skírisskógi setið í sama stól og Hólmkell. Hann brosti að þessum hugsanagangi sínum, settist við borðið sitt, kveikti á tölvunni og renndi yfir dagskrá dagsins. Skömmu seinna mætti nýjasti starfsmaðurinn, Dagný Dagfinnsdóttir, en hún var verkefnastjóri á safninu. Hún hafði samfélagsmiðlana á sínum snærum og vildi ólm ræða við Hólmkel um ákveðið atriði á þeim vettvangi. Það tengdist afmæli nýju byggingar bókasafnsins en árið 2024 væru 30 ár liðin frá því að nýja og bætta bókasafnið var opnað. Doddi, Aija, Guðrún og Siggi voru spennt því þau áttu að aðstoða Ásdísi barnabókavörð við upplestur þennan morguninn. Sigrún heyrði í Svölu sem var í fæðingarorlofi og svo undirbjó hún fund með Herði niðri í kjallara. Hrönn lagaði til í spilunum á 2. hæð og Dóra raðaði upp slatta af bókum. Þura og Reynir áttu síðustu vakt þessa dags. Fyrstu safngestirnir voru duglegir að afgreiða sig sjálfir enda sjálfsafgreiðsla alla virka daga til 9:00. Svona gengu morgnarnir og dagarnir fyrir sig ... þetta var paradís fyrir marga. Mikið líf ... mikið gaman. Og svo er hægt að fljúga um allt í flugvélinni hans Einars Áskels! Gerist ekki betra!

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan