Elsku bestu HP-elskandi safngestir. Föstudagsþrautin að þessu sinni verður tengd Harry Potter, því Harry Potter verður 43 ára næsta mánudag, 31. júlí, og þá verður einnig Harry Potter dagurinn mikli haldinn hátíðlegur! Ýtið á hlekkinn eða farið í viðburðadagatalið til að sjá dagskrána, en hún verður haldin milli 15:00-17:00 þennan dag. ALLTAF FJÖR Á AMTINU! - En hér eru spurningarnar og jú ... mikið rétt ... svörin koma eftir helgi!
Hvaða brautarpallur er notaður fyrir lestina til Hogwarts?
Hvaða dýr getur Harry Potter talað við?
Hvað heita foreldrar Rons?
Hvað heita vinir James Potter?
Við hvaða skordýr er Ron afskaplega hræddur?
Hvers konar vera er Hnoðri?
Hvert er millinafn Harry Potter?
Hvað gerðist 31. október 1981?
Úr hverju er kjarninn í sprotanum hans Draco Malfoy?
Hvað heitir móðir Voldemort?
Of erfitt? Nei nei! Sjáumst hress mánudaginn 31. júlí! Góða HP-helgi!