Kæru safngestir. Þetta málverk eftir Morten Tvede má finna á Amtsbókasafninu. Gerðar hafa verið fimm breytingar á annarri myndinni og þið eigið einfaldlega að finna þær!
Málverkið heitir Akureyri (Oddeyri) og er málað árið 1898. Aukaspurning til ykkar gæti verið: Hvar er málverkið nákvæmlega?
Á svona fallegum föstudegi má líka geta þess að afgreiðslutíminn hjá okkur í sumar (til og með 15. september) er 8:15-19:00 (sjálfsafgreiðsla til 10:00).
Og vitiði hvað?
Harry Potter dagurinn er eftir 10 daga! Í gangi núna er Harry Potter kvikmyndamaraþon, ein mynd á dag niðri í kjallara kl. 13:00. Ekki missa af þessu!
Góða helgi.
Og já ... svörin koma eftir helgi!