Föstudagsþraut 2023 nr. 18 - Kvikmyndaspurningar (SVÖR!)

(SVÖR KOMIN - ekki skrolla niður nema þið viljið sjá rauðletruðu svörin :-) )

Kæru safngestir. Föstudagurinn er kominn og þá er ágætt að leysa létta þraut. Þar sem við erum að fá nokkra nýja mynddiska, þá snúast tíu spurningarnar um þær.

Svörin koma svo auðvitað eftir helgi, sem við vonum að þið eigið góða!

Munið: alltaf besta veðrið á Akureyri!

Mynddiskagetraun:

1. Hvað heitir kvikmyndin með þessum persónum sem mynd greinarinnar sýnir?
Ant-Man and the Wasp: Quantumania

2. Hvað heitir leikstjóri myndarinnar?
Peyton Reed

3. Hvað heitir myndin um dúkku sem á að vera umhyggjusamur vinur en verður í raun morðótt vélmenni?
M3GAN (Megan)

4. Hvað tengir Tom Hanks og Fredrik Backman saman?
Tom leikur aðalhlutverkið í bandarísku myndinni A Man Called Otto, byggð á skáldsögu skrifaðri af Fredrik Backman

5. Hvað heitir leikkonan sem var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta leikkonan í aukahlutverki úr myndinni Black Panther: Wakanda Forever?
Angela Bassett

6. Af hverju var aðalleikari fyrstu myndarinnar ekki með í þessu framhaldi?
Chadwick Boseman lést áður en tökur hófust, þannig að söguþráður myndarinnar þurfti að breytast með tilliti til þess.

7. Hvað heitir aðalleikarinn í myndinni The Banshees of Inisherin?
Colin Farrell

8. Hvað var sú mynd tilnefnd til margra Óskarsverðlauna og hversu mörg hlaut hún?
Tilnefnd til níu verðlauna og hlaut ... engin

9. Leikstjóri La la Land gerði nýja kvikmynd í fyrra og hlaut hún fína dóma, tilnefnd til nokkurra verðlauna og er komin í hús hjá Amtinu. Hvað heitir hún?
Babylon

10. Antonio Banderas og Salma Hayek eru með leikraddir í nýrri teiknimynd sem er komin í hús hjá Amtinu. Hvað heitir hún?
Puss in Boots: The Last Wish

Einfalt?

Auðvelt?

Góða helgi!

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan