(rétt svör komin!) Kæru þrautelskandi safngestir! Það verður að viðurkennast, að þið slóguð met í síðustu viku með metþáttöku í föstudagsþrautinni! Takk fyrir það. Og við ráðumst á garðinn þar sem hann er hæstur!
Ha?
Sko, hér er mynd af amtsbókaverði og héraðsskjalaverði ... og þið þurfið að finna fimm vitleysur/breytingar á milli mynda. Myndin sem fylgir fréttinni er sú upphaflega en það skiptir sosum ekki máli. Svo koma rétt svör eftir helgi.
Við höldum að þetta sé erfiðara núna, en það er aldrei að vita. Þið eruð klár!
Og rétt svör:
- Gerum ... breyttist í Gefum
- Viftan er orðin breiðari
- Örbylgjuofninn hefur fengið mynd...
- Rúbín merkið á kaffivélinni er horfið
- Tala á skyrtu Hólmkels er horfin