(Svör komin neðst)
Föstudagurinn er kominn og þrautin líka. Mikið hefur verið að gerast hjá okkur og því einfalt og augljóst að þrautin snúist um safnið, er það ekki?
10 spurningar ... 10 svör ... sem kannski koma í næstu viku? Gjörið svo vel:
1. Í dag, föstudaginn 9. september 2022, var sýning formlega opnuð. Í hvaða verk eru myndirnar sóttar og hver er höfundurinn?
2. Hvaða ár var Amtsbókasafnið stofnað?
3. Hvað af þessu er ekki hægt að fá lánað heim frá Amtsbókasafninu? Plokktangir, ævintýrapoka, tréliti eða bökunarform?
4. Hver er afgreiðslutími Amtsbókasafnsins á sunnudögum?
5. Hvert er algengasta verðið á bókum á bókamarkaðinum hjá Amtsbókasafninu?
6. Hvað heitir deildarstjóri útlánadeildar Amtsbókasafnsins?
7. Hvaða Dewey-tala er notuð fyrir flestar matreiðslubækurnar?
8. Hvað eru sjálfsafgreiðsluvélarnar margar á safninu?
9. Hvað heitir nýja bókasafnskerfið?
10. Hvernig tengjast svartar fjaðrir Amtsbókasafninu? (svarið má vera langt ... við gefum ykkur okkar svar eftir helgi!)
Góða helgi, hafið það yndislegt og við sjáumst hress í næstu viku!!
- - - - -