Fjölskylduhátíð á Amtsbókasafninu

Margt skemmtilegt fylgir haustinu. Skólarnir byrja, rökkrið færist yfir og JÁ, Amtsbókasafnið er aftur opið á laugardögum.

Næsta laugardag 4. september ætlum við að fagna komu haustsins með skemmtilegri fjölskylduhátíð á Amtsbókasafninu frá klukkan 14:00-16:00. Boðið verður upp á útileiki fyrir börnin, söguhorn, kaffi, safa og vöfflur.

Þennan sama dag ætlum við að fagna því að vel heppnuðu lestrarátaki ,,Skoppaðu á bókasafnið? er lokið. Við viljum af því tilefni bjóða þátttakendum í átakinu að kíkja í heimsókn til okkar og taka þátt í dagskránni. Klukkan 15:00 munum við afhenda happdrættisvinninga.

Skoppaðu á bókasafnið á Amtsbókasafninu var mjög vel heppnað lestrarátak

Um leið og við þökkum ykkur sem tókuð þátt í ,,Skoppaðu á bókasafnið? langar okkur að segja að í sumar skiluðuð þið inn 563 miðum, sem okkur finnst frábært.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan